Nýjast á Local Suðurnes

Virða ekki reglur um sóttkví við komu til landsins

Ferðamenn sem nýkomnir eru til landsins virða ekki reglur um sóttkví, eftir því sem kemur fram í umræðum á Facebook-síðunni Reykjanesbær – Gerum góðan bæ betri.

Þar er meðal annars tekið dæmi um fólk sem vísað var frá veitingastað í Reykjanesbæ eftir að það gat ekki framvísað pappírum um niðurstöður úr kórónuveiruprófi sem tekið er við komuna til landsins. Reglur varðandi þetta eru skýrar, en fólk sem kemur til landsins á að halda sig á hóteli sínu þar til niðurstaða úr prófinu berst.