Nýjast á Local Suðurnes

Rokksafnið hlýtur Nýsköpunar- og hvatningarverðlaun ferðaþjónustunnar

Rokksafn Íslands hlaut Nýsköpunar- og hvatningarverðlaun ferðaþjónustunnar á Reykjanesi árið 2019, en nú rétt í þessu lauk vetrarfundi ferðaþjónustunnar þar sem verðlaunin voru afhent.

Í umsögn frá Markaðsstofu Reykjaness segir meðal annars um Rokksafnið að safnið, eins og nafnið ber með sér, segir sögu tónlistar á Íslandi allt frá árinu 1830 til dagsins í dag, með sérstaka áherslu á popp og rokktónlist sem er samofin nútímasögu og menningu okkar á Suðurnesjunum. Auk þess segir að þó safnið eigi sér stutta sögu þá hafi það stimplað sig inn í menningarlíf samfélagsins með uppákomum og sérsýningum sem settar hafa verið upp og reglulega bætast nýjungar við í fjölbreytta flóru safnmuna.