Nýjast á Local Suðurnes

Reiknivél leikskólagjalda komin á vefinn

Reiknivél leikskólagjalda er nú komin á vef Reykjanesbæjar. Reiknivélin reiknar dvalar- og fæðisgjald og tekur mið af systkinaafslætti. Einnig sýnir hún leikskólagjöld miðað við niðurgreiðslur.

Reiknivélin er einföld og þægileg leið fyrir foreldra til að sjá gjöld fyrir leikskólagöngu barna sinna.

Þessi nýja reiknivél er hluti af samstarfi sveitarfélaga í stafrænni umbreytingu sem Reykjanesbær tekur þátt í að móta. Stafræn umbreyting snýst um umbætur á þjónustu og vinnulagi með tækninýjungum. Umbætur með hagnýtingu tækninnar auðvelda íbúum að sækja þjónustu, auka gagnsæi og rekjanleika og gefa færi á betri nýtingu upplýsinga og gagna.