Nýjast á Local Suðurnes

Auglýst eftir styrkumsóknum í Menningarsjóð Reykjanesbæjar

Menningarsjóður Reykjanesbæjar auglýsir eftir umsóknum í tvenns konar styrki sjóðsins. Um er að ræða þjónustusamning við menningarhópa og verkefnastyrki til menningartengdra verkefna. Umsóknum þarf að skila í síðasta lagi 3. febrúar næstkomandi.

Ákveðnu fjármagni verður varið í þjónustusamninga við menningarhópa í bæjarfélaginu árið 2019 eins og verið hefur. Um ýmis konar þjónustu af hálfu menningarhópanna getur verið að ræða s.s. þátttöku í viðburðum, námskeiðahald o.fl. í þeim dúr gegn ákveðinni greiðslu.

Ákveðnu fjármagni verður varið í verkefnastyrki til menningartengdra verkefna árinu 2019 sem miða að því að hægt verði að fá fjármagn til einstakra menningarverkefna sem standa munu bæjarbúum til boða á árinu.

Eyðublöð eru á vef Reykjanesbæjar, undir Allar umsóknir: Menning. Með því að smella á þennan tengil opnast umsóknir