Nýjast á Local Suðurnes

Keflvíkingar greiða næstmest í fasteignagjöld á landinu

Út­reikn­ingar Þjóðskrár Íslands fyr­ir Byggðastofn­un, leiða í ljós að Keflvíkingar greiða næstmest í fast­eigna­gjöld á landinu, eða 344 þúsund krónur. Útreikningarnir miða við að tek­ið sé mið af fast­eign af sömu gerð á öll­um stöðunum, á landinu, ein­býl­is­húsi sem er 161,1 fer­metr­ar að grunn­fleti og 808 fer­metra lóð.

Fast­eigna­gjöld eru hæst í Borg­ar­nesi, 351 þúsund krón­ur á ári, næst á eft­ir kem­ur Kefla­vík og þar á eft­ir Húsa­vík, með 330 þúsund. Lægstu gjöld­in eru á Vopnafirði, 180 þúsund, eða 51% af hæstu gjöld­un­um, að því er fram kem­ur í Morg­un­blaðinu í dag.