Nýjast á Local Suðurnes

Ánægja með snjómokstur – Íbúar Reykjanesbæjar komust leiðar sinnar í morgun

Íbúar Reykjanesbæjar áttu ekki í vandræðum með að komast leiðar sinnar í morgun, þrátt fyrir mikla snjókomu í nótt, enda höfðu árvökulir starfsmenn sveitarfélagsins og verktakar á þeirra vegum hafið störf um klukkan 5 í morgun og séð til þess að snjór væri ruddur af flestum götum sveitarfélagsins – Jafnt á stofnæðum, sem í íbúðahverfum. Sömu sögu er ekki að segja af höfuðborgarsvæðinu, en þar hefur umferð gengið hægt fyrir sig það sem af er degi.

Íbúar Reykjanesbæjar hafa verið duglegir við að hrósa fyrir það sem vel er gert á samfélagsmiðlunum, en á sama tíma á síðasta ári var óánægjan látin í ljós á sömu miðlum.