Nýjast á Local Suðurnes

Öruggur sigur Njarðvíkinga á KV

Njarðvíkingar gerðu góða ferð í vesturbæ Reykjavíkur í gær þegar liðið lagði sterkt lið KV á KR velli, 0 – 3. Það er óhætt að segja að sigur Njarðvíkinga hafi verið sanngjarn þó mörkin hafi komið seint.

Fyrrihálfleikur einkendist að baráttu beggja liða án þess að hvorugt hafi fengið svo mikið sem færi til að skora. Ekki neitt sérstakur fótbolti sem boðið var uppá á KR velli.

Seinni hálfleikur var mun skárri og voru Njarðvíkingar mun beittari í öllum sínum aðgerðum. Það var svo á 77. mín að fyrsta markið kom þegar Hafsteinn Gísli Valdimarsson skallaði boltann laglega í markið eftir horn. Theodór Guðni bætti við öðru marki á 80. mín. og Hafsteinn Gísli gerði svo sitt annað mark rétt fyrir leikslok, aftur með skalla eftir hornspyru. Njarðvíkingar fengu tækifæri til að bæta við en 0 – 3 er öflugur sigur gegn KV sem hefur á að skipa mörgum góðum leikmönnum.