Dýrustu einbýlishúsin á Suðurnesjum – Myndir!

Fasteignaverð hefur rokið upp á Suðurnesjum að undanförnu og sjaldan hefur verið jafn mikið að gera hjá fasteignasölum á svæðinu. Við fórum í gegnum fasteignaauglýsingar fjölmiðlanna og fundum nokkur af dýrustu húsum Suðurnesja – Sum hver eru stórglæsileg, svo ekki sé meira sagt.
Glæsilegt 218 fermetra hús við Kópubraut í Njarðvík, húsið er byggt árið 1980, en hefur alla tíð fengið flott viðhald, segir í auglýsingu. Ásett verð er rétt tæplega 62 milljónir króna.
Við Efrahóp í Grindavík stendur þetta glæsilega 277 fermetra hús á tveimur hæðum – Húsið er byggt 2008 og sérlega fallegt og vandað í alla staði. Fjögur svefnherbergi eru í húsinu. 3 á efri hæð og 1 á neðri hæð. Baðherbergin eru 3. Verðmiðinn er settur á rétt tæplega 62 milljónir króna.
Það er sérlega fallegt þetta 282,8 fm einbýli, sem stendur við Glæsivelli í Grindavík. Húsið er á tveimur hæðum með stórum bílskúr og er á frábærum útsýnisstaðneðst í botlanga. Ásett verð er 65,5 milljónir króna.
Ásahverfið í Njarðvík skartar mörgum flottum húsum og er þetta 276 fermetra hús eitt af þeim, húsið er teiknað af Jóni Stefáni Einarssyni og er opið og bjart – Og ekki er hægt að kvarta yfir útsýninu. Ásett verð er 69 milljónir króna.
við Gónhól í Njarðvík stendur þetta glæsilega 353 fermetra einbýlishús á tveimur hæðum með innkeyrslu beggja megin. Húsið er teiknað af Kjartani Sveinssyni og er falt á 86 milljónir króna samkvæmt auglýsingu.