Nýjast á Local Suðurnes

Smidt til Grindavíkur á frjálsri sölu – Náðu ekki samkomulagi við Kubat

Kantmaðurinn Simon Smidt hefur gengið til liðs við lið Grindavíkur í Pepsí-deildinni á frjálsri sölu frá Fram. Hann hefur leikið 13 leiki í Inkasso í sumar og skorað í þeim 2 mörk, en hann lék með ÍBV í Pepsi-deildinni fyrra þar sem hann skoraði 3 mörk í 19 leikjum.

Þá gengu samningaviðræður Grindvíkinga við Admir Kubat, sem stóð til að kæmi frá Þrótti Vogum, ekki upp og því ljóst að ekkert verður úr þeim félagaskiptum.