Nýjast á Local Suðurnes

Njarðvík gerði jafntefli gegn Pepsí-deildarliði ÍBV

Njarðvíkingar tóku á móti Pepsí-deldarliði ÍBV í Lengjubikarnum í knattspyrnu í Reykjaneshöllinni dag. ÍBV byrjaði mun betur og komst í 2-0 eftir aðeins 11 mínútur.

Þeir náðu hins vegar ekki að halda forystunni og jafnaði Njarðvík metin með mörkum frá Kenneth Hogg og Andra Fannari Freyssyni.

Lokatölur urðu því 2-2 og eru bæði lið með fjögur stig, Njarðvík eftir fjóra leiki og ÍBV eftir þrjá leiki.