Nýjast á Local Suðurnes

Jafnt hjá Njarðvíkingum í fyrsta leik Fótbolta.net mótsins

HK og Njarðvík gerðu 1-1 jafntefli í B-deild Fótbolta.net mótsins. Leikið var í Kórnum í Kópavogi í kvöld.

HK-menn komust yfir snemma í síðari hálfleik, en markalaust var að loknum þeim fyrri. HK fékk síðan góðan möguleika á að bæta við marki þegar dæmd var vítaspyrna á Njarðvíkinga. Jökull Blængsson, markvörður sem Njarðvíkingar fengu lánaðan frá Fjölni fyrir leikinn, gerði sér lítið fyrir og varði vítaspyrnuna.

Njarðvíkingar fengu rautt spjald í síðari hálfleik en þeir náðu þrátt fyrir það að jafna, einum manni færri og var þar að verki Krystian Wiktorowicz. Lokatölur, eins og áður sagði, 1-1.