Nýjast á Local Suðurnes

Isavia endurnýjar þjónustuhús – Kynningarfundur fyrir verktaka

Isavia stefnir að endurnýjun á lager-, skrifstofurými og viðhaldsverkstæði á Keflavíkurflugvelli og munu Ríkiskaup bjóða verkið út fyrir hönd fyrirtækisins. Um er að ræða framkvæmdasvæði uppá tæpa 3.000 fermetra og eru helstu verkliðir innan og utandyra.

Kynningarfundur fyrir áhugasama verktaka fer fram á morgun 24. september en athygli er vakin á því að skrá sig verður í dag.

Verklok eru áætluð í aprílmánuði 2016. Nánari upplýsingar má nálgast á vef Ríkiskaupa.