Líklegt að gasmengunar verði vart í Reykjanesbæ
Eldgos hófst kl. 23:14 (miðvikudag) milli Stóra Skógfells og Sýlingarfells. Norðanátt í nótt blæs gasmengun til suðurs af gosstöðvunum, en á morgun (fimmtudag) er spáð austlægari vindum, þ.a. gasmengun berst til vesturs og suðvesturs.
Líkleg er að gasmengunar verði vart í Grindavík, Svartsengi og Reykjanesbæ.
Nánari upplýsingar á:
https://www.vedur.is/eldfjoll/eldgos-a-reykjanesi/gasmengun/