Nýjast á Local Suðurnes

Bíllinn notaður og fullur af rusli eftir geymslu hjá bílastæðaþjónustu

Viðskiptavinur bílageymsluþjónustu sem sérhæfir sig í þjónustu við Keflavíkurflugvöll segir farir sínar ekki sléttar eftir viðskipti við fyrirtækið. Viðskiptavinurinn, ung kona, segist í færslu á Facebook hafa nýtt þjónustu fyrirtækisins í tæplega mánuð og á tímabilinu hafi bifreiðin verið notuð af einum eiganda fyrirtækisins.

Í færslunni rekur konan samskipti sín við forráðamann fyrirtækisins, sem hún telur ekki viðunandi, auk þess sem lýsingar á ástandi bílsins fylgja sögunni, en samkvæmt Facebook-færslunni var matarleyfar og tómar gos- og bjórumbúðir að finna í bifreiðinn þegar eigandinn fékk hana í hendur.