Nýjast á Local Suðurnes

Ungur drengur féll ofan í gjótu við Bláa lónið – Fluttur á HSS til aðhlynningar

Ungur drengur meiddist töluvert þegar hann var að leika sér í hrauninu við Bláa lónið og féll fram fyrir sig ofan í gjótu. Drengurinn var fluttur með sjúkrabifreið á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja.

Í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurnesjum segir að nokkuð hafi verið um slys á Suðurnesjum á undanförnum dögum. Um helgina slasaðist kona þegar hún var að taka þátt í Evrópumóti í bekkpressu. Hún var að lyfta þegar slysið varð og var talið að hún hefði brotnað á vinstra framhaldlegg við úlnlið. Hún var flutt með sjúkrabifreið undir læknishendur.

Þá fór ung stúlka úr axlarlið þegar hún var við knattspyrnuiðkun.