Nýjast á Local Suðurnes

Björgunarsveitin Suðurnes kynnir nýliðastarfið

Björgunarsveitin Suðurnes mun kynna nýliðastarf sveitarinnar í máli og myndum dagana 6. og 7. september næstkomandi. Nýliðastarf Björgunarsveitarinnar Suðurnes þjálfar framtíðar björgunarsveitafólk og er grunnur að því björgunarsveitastarfi sem nýliðar stefna á. Starfinu er skipt upp í tvö stig og tekur hvort um sig um það bil eitt ár.

Þá verður starfsemi unglingadeildarinnar einnig kynnt, en Klettur er skemmtilegt félagsstarf fyrir 14-16 ára unglinga sem hafa áhuga á útivist og öllum þeim þáttum sem við koma björgunarstarfi. Fyrsta hjálp, ferðamennska, bátar, rötun, sig og margt fleira

Nánari upplýsingar um nýliðaþjálfun er að finna á heimasíðu björgunarsveitarinnar og á Facebook-síðu viðburðarins.