Bláa lónið áfram lokað

Bláa lónið hefur framlengt lokun sína til klukkan 7 sunnudaginn 17. desember. Verður staðan þá endurmetin.
Þetta kemur fram í tilkynningu á vef fyrirtækisins, en þar segir jafnframt að haft verði samband við þá viðskiptavini sem eigi bókaða tíma hjá fyrirtækinu.
Starfsfólk lónsins hefur hafið undirbúning fyrir opnun, meðal annars með því að baða sig í lóninu, líkt og greint hefur verið frá.