Nýjast á Local Suðurnes

25 erlendir gestir hreinsa strandlengjuna við Grindavík – Öllum velkomið að aðstoða

Blái herinn fær 25 erlenda gesti með sér í fjöruhreinsun á mánudaginn þann 22. ágúst. Fólkið mun hittast um klukkan 9 og byrja við suður hafnargarðinn og vinna sig í framhaldinu eftir strandlengjunni.

Allir eru velkomnir að hjálpa til, en hópurinn mun láta hendur standa fram úr ermum til hádegis.

Tómas J. Knútsson stofnadi Bláa hersins biðlar til Grindvíkinga að leggja gestunum lið á Facebook-síðu sinni og segir meðal annars:

“Ég mæti með kerruna mína en það væri frábært ef að fjórhjólafyrirtækið gæti komið með eitt til 2 fjórhjól með kerrum til að vera ennþá sneggri eða hver sem er sem vill taka þátt.”