Nýjast á Local Suðurnes

Sundferðin dýrust í Grindavík – Frítt í sund fyrir íbúa Sandgerðisbæjar

Dýrast verður fyrir fullorðna að fara í sund í Grindavík af þéttbýlisstöðunum á Suðurnesjum þegar ný gjaldskrá tekur gildi þann 1. janúar næstkomandi. Gjaldið fyrir fullorðna hækkar þannig úr 520 krónum í 950 krónur. Í Reykjanesbæ er verðið fyrir fullorðna 800 krónur og í Sandgerði verður frítt í sund fyrir íbúa sveitarfélagsins á næsta ári.

Þetta kemur fram á vefnum Grindavík.net, en þar kemur jafnframt fram að þessi mikla hækkun á stökum skiptum í sundi fyrir fullorðna í Grindavík eigi ekki við ef keypt eru árskort, en árskort hækka um 2% á milli ára og fara í 30.600 kr fyrir fullorðna. Á vef Grindavík.net er einnig að finna samanburð á verðum fyrir börn og fullorðna í sundlaugar í nærliggjandi sveitarfélögum.