Nýjast á Local Suðurnes

Kynning: Eitt símtal til Svenna getur skipt sköpum

Það er ýmislegt sem þarf að skoða vel og vandlega þegar fólk stendur í bygginga- framkvæmdum, eitt af því fyrsta sem þarf að huga að er jarðvinnan, sem stundum er vanmetinn þáttur í framkvæmdum sem oft eiga að duga fólki út ævina.

Sveinn Gunnar Jónsson er reynslubolti þegar kemur að jarðvinnuframkvæmdum, hann hefur verið viðloðandi vinnuvélar og vörubíla frá unga aldri og þekkir því vel til þegar kemur að öllum þáttum jarðvinnu. Sveinn, eða Svenni eins og hann er jafnan kallaður hefur nýlega fest kaup á öflugum tækjum til jarðvinnuframkvæmda og stofnað um það fyrirtækið Sveinsverk ehf., sem sérhæfir sig í allskyns verkum sem þarf að vinna þegar kemur að byggingu húsnæðis.

Sveinsverk ehf.  hefur yfir að ráða öflugum tækjum

Sveinsverk ehf. hefur yfir að ráða öflugum tækjum

Svenni segir mikilvægt að þó að jarðvinna virðist vera hið einfaldasta mál, sé mikilvægt að ráða fagmenn til verka.

„Þetta virkar allt saman einfalt en það þarf að huga að mörgu, það skiptir máli að hlutirnir séu rétt gerðir í upphafi, því það getur verið erfitt að laga galla vegna jarðvinnu þegar hús eru komin upp. Til dæmis er mjög mikilvægt að grunnur undir hús sé rétt unninn og það skiptir mjög miklu máli að öll jarðvinna í kringum lagnir sé í góðu lagi.“

Svenni vinnur dag sem nótt  ef það er það sem þarf til að klára verkin

Svenni vinnur dag sem nótt ef það er það sem þarf til að klára verkin

Aðspurður segir Svenni að kostnaðurinn við jarðvinnu sé oft vanmetinn þegar einstaklingar geri kostnaðaráætlanir vegna jarðvinnuframkvæmda.

„Já, það er mikilvægt að fólk taki þennan kostnað inn í dæmið í upphafi, leiti tilboða og fái fagmenn í verkin. Þessi kostnaður verður yfirleitt til áður en húsnæði verður lánshæft og því mikilvægt að huga vel að þessari hlið.“

Á Facebook-síðu Sveinsverks ehf. er að finna allar upplýsingar um fyrirtækið, vinnuvélarnar og ýmsar upplýsingar um verk sem Sveinn hefur komið að með einum eða öðrum hætti. Þá er á Facebook-síðunni mikið magn af ljósmyndum sem sýna vel reynsluna sem Svenni býr að. Þá vill Svenni benda á að það sé lítið mál að mæta á fyrirhuguð byggingarsvæði til að veita fólki ráðleggingar og gefa tilboð í stór og smá verk. Það er einfalt að ná sambandi Svenna í gegnum Facebook-síðu fyrirtækisins auk þess sem hann leggur símann nær aldrei frá sér og hefur einstaklega gaman að því að taka á móti símtölum í síma 899 0577.