Nýjast á Local Suðurnes

Leggja fram aðlögunaráætlun – Forsendur að samningar náist við kröfuhafa

Aðlögunaráætlun Reykjanesbæjar til ársins 2022 var lögð fram til fyrri umræðu á fundi bæjarstjórnar í gær, þriðjudaginn 21. mars 2017.  Samkvæmt aðlögunaráætlun mun skuldaviðmið samstæðu Reykjanesbæjar verða 149% í lok tímabilsins sem aðlögunaráætlunin tekur til eða í árslok 2022.

Áætlunin er unnin í samstarfi með KGMP og er byggð á upplýsingum sem fengnar eru frá sveitarfélaginu sjálfu, Sambandi Sveitarfélaga, Hagstofu og öðrum opinberum upplýsingum.

Aðlögunaráætlunin er, til viðbótar þeim forsendum sem er að finna í áætluninni sjálfri, bundin þeirri forsendu að samkomulag um endurskipulagningu efnahags og endurfjármögnun skulda Reykjanesbæjar og samstæðu takist en viðræður við kröfuhafa standa enn yfir.

Áætlunina má finna hér.