Nýjast á Local Suðurnes

Lögreglumenn af Suðurnesjum á EM í knattspyrnu – Verða til taks á leikjum Íslands

Frönsk stjórn­völd hafa óskað eft­ir átta ís­lensk­um lög­reglu­mön­um til starfa í miðstöð alþjóðlegr­ar lög­reglu­sam­vinnu og í fær­an­lega sveit, sem ætlað er að fara á milli borga í Frakklandi, þar sem ís­lenska landsliðið spil­ar hverju sinni, og vera staðarlög­reglu til aðstoðar. Samkvæmt heimildum Suðurnes.net munu einn eða fleiri lögreglumenn af Suðurnesjum vera í þessum hópi.

Hlutverk Lögreglunnar á Suðurnesjum mun meðal annars felast í því að aðstoða við vegabréfaáritanir á flugvellinum í París, en Íslenska lögreglan mun svo hafa víðtækara hlutverk sem m.a. felst í því að vera í sam­bandi við ís­lensku stuðnings­menn­ina og veita þeim aðstoð, vera þeim inn­an hand­ar vegna mála sem hugs­an­lega geta komið upp, s.s. ef rýma þarf leik­vang, eða gefa fyr­ir­mæli um ein­hverj­ar breyt­ing­ar á áætl­un.