Nýjast á Local Suðurnes

Isavia kynnir nýja skýrslu um uppbyggingu Keflavíkurflugvallar

Isavia boðar til morgunfundar um hagræn áhrif uppbyggingar á Keflavíkurflugvelli til framtíðar þar sem kynnt verður ný skýrsla um uppbygginguna. Fundurinn verður haldinn miðvikudaginn 12. október á Hilton Nordica Reykjavík kl. 8:30 – 10:00. Húsið opnar kl. 8:00 og boðið er upp á kaffi og létta morgunhressingu.

Dagskrá:

8:30 – Björn Óli Hauksson forstjóri Isavia opnar fundinn
8:35 – Áhrif uppbyggingar á Keflavíkurflugvelli – Horft til framtíðar, Elín Árnadóttir aðstoðarforstjóri Isavia
9:20 – Ísland sem flugþjóð? – tækifæri og áskoranir, Dr. Huginn Freyr Þorsteinsson ráðgjafi hjá Aton

Skráning og nánari upplýsingar: http://www.isavia.is/morgunfundur