Gunnar Einarsson ráðinn aðstoðarþjálfari Keflavíkur

Stjórn Körfuknattleiksdeildar Keflavíkur og Gunnar Einarsson hafa gert með sér samkomulag um að Gunnar taki að sér að vera aðstoðarþjálfari hjá meistaraflokki karla út tímabilið.
Í tilkynningu frá Körfuknattleiksdeildinni kemur fram að Gunnar sé þekkt stærð í Keflavík og margfaldur Íslands- og bikarmeistari með félaginu, bæði sem leikmaður og einnig fyrirliði liðsins.