Nýjast á Local Suðurnes

Leita tveggja manna við gossvæðið

Þyrla Landhelgisgæslunnar auk björgunarsveita hafa verið kallaðar út vegna tveggja manna á gossvæðinu sem gáfu flugvél sem þar átti leið hjá neyðarmerki.

Ásgeir Erlendsson, upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar staðfestir þetta í samtali við Vísi. Hann segir að mennirnir hafi verið á milli Keilis og Kistufells.

Þeir hafi gefið svokallað SOS-merki, líklega úr síma, og því hafi verið ákveðið að kalla út þyrlu og björgunarsveitir.