Nýjast á Local Suðurnes

Gerð göngustígs á milli Garðs og Sandgerðis á lokametrunum

Nýr göngu- og hjólastígur á milli hverfanna í Suðurnesjsbæ verður tekinn í notkun síðar í júní.

Þetta kemur fram á vefsíðu sveitarfélagsins. Verkefnið er samvinnuverkefni Vegagerðarinnar og Suðurnesjabæjar, en aðalverktaki er Ellert Skúlason hf. Hafist verður handa við að malbika stíginn, sem verður upplýstur alla leið, í næstu viku.