Nýjast á Local Suðurnes

Víðavangshlaup í Grindavík á sumardaginn fyrsta – Vegleg verðlaun og frítt í sund

Á morgun fimmtudaginn 21. apríl kl. 11:00 verður árlegt víðavangshlaup Grindavíkur í tilefni sumardagsins fyrsta. Hlaupið verður ræst frá sundlauginni.  Skráning á staðnum frá kl. 10:30. Drykkir og bananar við endamark.

Hlaupinu verður skipt í eftirfarandi flokka og ræst út í aldursröð:

Leikskólakrakkar (ásamt foreldrum/forráðamönnum/öfum og ömmum)
1.-2. bekkur
3.-4. bekkur
5.-7. bekkur
8.-10. bekkur
16 ára+ (fullorðinsflokkur).

Vetrarkort í Bláa Lónið fyrir fyrsta sæti í 5.-7. bekk, 8.-10, bekk og fullorðinsflokki.

Kort í Fjölskyldugarðinn fyrir fyrsta sæti í 1.-2. bekk og 3.-4 bekk.

• Allir sem taka þátt fá verðlaunapening frá Bláa Lóninu.
• Sá bekkur sem mætir best hlutfallslega fær Mætingabikarinn.

Frítt verður í sund fyrir alla bæjarbúa frá klukkan 10-15.