Nýjast á Local Suðurnes

Arnór Ingvi tryggði landsliðinu auka hvíld – “Ég er enn þá með hroll”

Njarðvíkingurinn Arnór Ingvi Traustason skoraði sigurmark Íslands gegn Austurríki í uppbótartíma á á Stade de France í útjaðri Par­ís­ar í dag, leiknum lauk með 2-1 sigri Íslands.

Markið sem var fjórða landsliðsmark Arnórs Ingva í átta leikjum tryggir íslenska liðinu auka hvíld fyrir átökin í 16 liða úrslitum keppninnar en liðið leikur gegn Englandi á mánudag, í stað þess að þurfa að mæta Króatíu á laugardag, hefði leikurinn endað 1-1.

Arnór Ingvi sagðist í samtli við þá Þorstein J. og Guðmund Benediktson, eftir leikinn, ekki hafa séð knöttinn hafna í netinu, en að boltinn hafi einhvernvegin farið inn.

„Ég sá Elm­ar með bolt­ann og hann renn­ir hon­um fal­lega á mig. Hann fór síðan ein­hvern veg­inn inn, ég er enn þá með hroll, þetta er ótrú­legt.” Sagði Arnór Ingvi.