Nýjast á Local Suðurnes

Grindavík og Þróttur Vogum nýttu lokadaga félagaskiptagluggans vel

Grindvíkingar nýttu lokadaga félagaskiptagluggans vel og styrktu liðið fyrir átökin í 1. deildinni. Þeir nældu sér í fjóra nýja menn á síðustu dögum, sem allir eru löglegir fyrir leik liðsins gegn Huginn á útivelli í dag.

Þeir Andri Rún­ar Bjarna­son frá Vík­ingi R. og Hlyn­ur Örn Hlöðvers­son frá Breiðabliki koma til liðsins á lánssamningum, Juan Manu­el Ort­iz kemur frá spænsku fé­lagi og Josiel Al­ves De Oli­veira kemur frá Milsami Or­hei í Moldóvu.

Þróttur Vogum nýtti lokadaga gluggans sömuleiðis vel, liðið fékk sex nýja leikmenn í sínar raðir áður en félagaskiptaglugginn lokaði á miðnætti.

Vinstri bakvörðurinn Hilmar Þór Hilmarsson er kominn til Þróttar á láni frá Fram. Hilmar Þór lék með Gróttu í 1. deildinni síðasta sumar en hann hefur einnig leikið með Stjörnunni, Fjölni, Keflavík, Víkingi Ó. og Álftanesi.

Þróttarar hafa einnig fengið framherjann Elvar Frey Arnþórsson frá Aftureldingu og miðjumanninn Jón Tómas Rúnarsson frá ÍR.  Sindri Jónsson og Arnar Þór Tómasson koma til Þróttar á láni frá Haukum og Arnar Steinn Hansson kemur frá Skínanda.

Þróttarar leika sinn fyrsta leik í þriðju deildinni í dag klukkan 16 á Vogabæjarvelli þegar liðið fær Dalvík/Reyni í heimsókn. Þetta er söguleg stund fyrir Þróttara því þeir hafa aldrei komist þetta hátt í deildarkeppni.