Nýjast á Local Suðurnes

Vatnsmelóna, gúrka og minta – Fáránlega flott blanda

Ef þetta er ekki hressandi og fersk blanda þá er það ekkert – Svo er það nánast engin fyrirhöfn og tekur enga stund að útbúa þennan holla og bragðgóða mat.

Það sem þarf:

  • 2 bollar af vatnsmelónu sem búið er að skera í teninga
  • 1 gúrka skorin í sneiðar
  • 1/4 bolli mintulauf
  • Safi úr einni sítrónu
  • 1 teskeið hunang
  • Smá salt

Setjum vatnsmelónuna, gúrkusneiðarnar og mintulaufin í stóra skál og blöndum vel saman, hrærum svo sítrónusafanum og hunanginu saman í annari skál og hellum svo yfir – Stráum svo smá salti yfir rétt áður en þetta er borið fram. Einfaldara getur það varla orðið. Njótið!