Nýjast á Local Suðurnes

Líkfundur austan við Grindavík – Brak úr skútu fannst á svipuðum slóðum

Um klukkan níu í gærmorgun fundust líkamsleifar í fjörunni við Selatanga austan við Grindavík sem og brak af skútu. Þetta staðfestir fulltrúi lögreglunnar í Reykjanesbæ. Líkur eru á þar sé fundinn hinn 63 ára gamli Joseph Le Goff, sem lagði af stað frá Portúgal til Azoreyja, þann 7. júlí síðastliðinn. Áætlað var að siglingin tæki rúma viku en ekkert hefur spurst til Josephs síðan í júlí. Það er DV sem greinir frá þessu.

Landhelgisgæslunni bárust merki frá neyðarsendi seglskútu sem saknað hefur verið frá því í sumar, milli Portúgal og Azoreyja, um kl. 05:00 í gærmorgun, staðsetning neyðarsendisins var skammt suðvestur af Grindavík og var þyrla Landhelgisgæslunnar send á vettvang.