Nýjast á Local Suðurnes

Grindvíkingar fá landsliðmann frá Filipseyjum til að skerpa á sóknarleiknum

Grindvíkingar hafa skrifað undir samning spænska sóknarmanninn Angel Guirado sem gildir út tímabilið 2015.
Angel er spænskur sóknarmaður sem spilaði síðast á Tælandi, hann hefur einnig Filippeyskt ríkisfang og hefur hann spilað með landsliði Filippseyja.

Angel hefur nú þegar fengið leikheimild með liðinu og verður því væntanlega í leikmannahópi liðsins sem sækir Þróttara heim í kvöld kl. 18:30.

Grindavík situr nú í 6. sæti með 24 stig, en Þróttar í 2. með 33. Níu stig skilja því liðin að en enn eru 21 stig í pottinum svo að tölfræðilegur möguleiki á sæti í Pepsi-deildinni er enn til staðar.