Jafnt hjá Keflavík gegn Fylki – Rise stimplaði sig inn

Keflvíkingar náðu ekki að næla sér í toppsæti Inkasso-deildarinnar í knattspyrnu þegar liðið mætti Fylki á Nettóvellinum í kvöld. Leiknum lauk með 3-3 jafntefli og skoraði Lasse Rise tvö mörk fyrir heimamenn.
Marko Nikolic kom Keflavík yfir á 23. mínútu, en Fylkismenn jöfnuðu á 39. mínútu, 1-1 í hálfleik. Lasse Rise kom svo Keflavík tvisvar yfir í seinni hálfleik en Fylkir náði að jafna undir lok leiksins.
Keflvíkingar eru því enn um sinn í öðru sæti deildarinnar.