Nýjast á Local Suðurnes

Vannærðir kettlingar fundust í pappakassa við ruslatunnur – Myndband!

Myndir: Facebook/Kattholt

Á föstudag fundust fimm vannærðir kettlingar í pappakassa við ruslatunnur á Suðurnesjum. Læðan, móðir þeirra, fannst skammt frá pappakassanum. Köttunum var bjargað í Kattholt.

Í dag komu yfirgefnir og vannærðir kettir í Kattholt, læða með fimm kettlinga. Kettlingarnir fundust í pappakassa við ruslatunnur á Suðurnesjum. Læðan fannst skammt frá kassanum. Kettirnir voru sársvangir og tóku hraustlega til matar síns við komu í athvarfið. Kettlingarnir eru smáir miðað við aldur og munu þurfa að fá aukalega pela til að byrja með. Segir í Facebook-færslu Kattholts um málið.