Nýjast á Local Suðurnes

Lögregla kom manni til bjargar – Ætlaði að ganga frá FLE til Hafnar í Hornafirði

Lögreglumenn lenda í ýmsu við skyldustörf sín, sumt er skemmtilegra en annað, eins og sjá má á frásögn lögreglu af máli sem upp kom um helgina, en þá komu lögreglumenn erlendum aðila til bjargar, sá ætlaði að ganga heim til sín eftir að hafa misst af flugi – Gangan, frá Flugstöð Leifs Eiríkssonar, meðfram Suðurstöndinni, til Hafnar á Hornafirði hefði tekið manninn fjóra daga samkvæmt útreikningum lögreglu.