Nýjast á Local Suðurnes

Ragnheiður Sara keppir um sæti á Heimsleikunum um helgina – Fylgstu með í beinni!

Crossfitdrottningin Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir verður á meðal keppenda í á sterku crossfitmóti í Madríd á Spáni um helgina, um er að ræða undankeppni fyrir Heimsleikana í crossfit sem fram fara í Badaríkjunum í sumar.

Ragnheiður Sara lenti sem kunnugt er í þriðja sæti á Heimsleikunum á síðasta ári, eftir að hafa leitt kepppnina nær allan tímann. Það var í fyrsta skipti sem hún keppti á leikunum, og hún stefnir án efa hærra í sumar.

Hægt verður að fylgjast með Ragnheiði Söru keppa í undankeppninni í beinni útsendingu á heimasíðu keppninnar, en eins og staðan er núna mun hún keppa á eftirfarandi tímum:

Föstudagur 27. maí klukkan 10:55-11:10 og 13:40-14:05

Laugardagur 28. maí klukkan 10:55-11:10 og 14:00-14:20

Sunnudagur 29. maí klukkan 11:00-11:20 og 13:35-13:45