Sara náði ekki að tryggja sig á heimsleikana
Sara Sigmundsdóttir náði ekki að tryggja sér keppnisrétt á heimsleikunum í crossfit þetta árið, en hún tók þátt á Last Chance undankeppninni sem var hennar síðasti möguleiki til að tryggja sér sæti í keppni þeirra bestu.
Þetta eru þriðju leikarnir í röð sem Sara missir af. Hún komst ekki áfram í lokaúrslitin 2020 en vegna kórónuveirunnar en þá komust bara fimm í úrslitin. Í fyrra missti hún síðan af öllum tímabilinu eftir krossbandsslit.