Nýjast á Local Suðurnes

Höfnuðu tugmilljarða framkvæmdum á Suðurnesjum

Heimildir Morgunblaðsins herma að Vinstri grænir hafi hafnað tillögum samstarfsfólks sinna í ríkisstjórn, Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks um mikla uppbyggingu á Keflavíkurflugvelli og í Helguvík.

Samkvæmt tillögum hafi verið áformað að byggja upp stórskipahöfn, ný gistirými og vöruhús. Gera megi ráð fyrir að mörg hundruð störf hefðu skapast við þessar framkvæmdir. Mörg tímabundin en tugir ef ekki hundruðir varanlegra starfa, segir í umfjöllun Morgunblaðsins um þessar tillögur.

Umfang framkvæmdanna var talið nema 12 til 18 milljörðum króna, samkvæmt sömu umfjöllun, og átti íslenska ríkið ekki að leggja mikið fé fram til framkvæmdanna.