Nýjast á Local Suðurnes

Fann ótrúlegt magn af ónýtum skóbúnaði í fjörunni

Skóbúnaður, stígvél, inniskór og íþróttaskór var á meðal þess sem rak á fjörur Stefáns Jónssonar, sem skellti sér í fjöruferð á dögunum. Stefán deildi um páskana myndum af góssinuá Facebook síðu sinni og í kjölfarið var birt grein um málið á vef Grindavíkurbæjar, grindavik.is, þar sem finna má ítarlegri umfjöllun auk fjölmargra mynda sem Stefán tók í ferðinni.


„Við fórum í fjöruferð í gær sem er svo sem ekkert merkilegt á þessum bæ, nema hvað að við förum alltaf í skó leik og stigin eru 2 stig fyrir stígvél, 1 fyrir skó og 1/2 fyrir sóla og vorum við ca 45 mín á röltinu og þetta var afraksturinn…já og fyndið,  við fundum par af skóm með c.a, 1 meter millibili“ Segir Stefán í spjalli við Grindavík.is.

Stefán sagði staðsetningu leitarinnar hafa verið fyrsti slóðinn frá Brimkatli sem liggur nær Grindavík. Þetta hafi verið á u.þ.b. 200 metra leið. Á sömu leið hafi 4 Stiga snjósleðar verið.