Nýjast á Local Suðurnes

Frábær leikur Jóns Axels tryggði Grindavík mikilvæg stig – Njarðvík fór létt með FSu

Grindvíkingar og Keflvíkingar mættust í stórleik umferðarinnar í Dominos-deildinni í körfuknattleik í kvöld, leikið var í TM-Höllinni og voru það Grindvíkingar sem fóru með sigur af hólmi, en þeir skoruðu 101 stig gegn 88 stigum heimamanna. Jón Axel átti stórleik og skoraði 35 stig. Staðan í hálfleik var 41-46 Grindvíkingum í vil.

Tölfræði leiksins má finna hér, en fimm leikmenn skoruðu öll stig Grindvíkinga í leiknum.

Njarðvíkingar fóru létt með lið FSu í Ljónagryfjunni, 100-65 og komu sér þar með í fjórða sæti Dominos-deildarinnar. Njarðvíkingar höfðu öll völd á vellinum frá upphafi og höfðu náð 19 stiga forskoti í hálfleik, 49-30.

Atkinson gerði 27 stig, Adam Eiður 14, og þeir Ólafur Helgi og Haukur Helgi gerðu 13 hvor.

Tölfræði leiksins er að finna hér.