Nýjast á Local Suðurnes

Töluvert um skemmdarverk í Reykjanesbæ

Töluvert hefur verið um að skemmdarverk hafi verið unnin á hinum ýmsu eigum Reykjanesbæjar undanfarið en svo virðist sem unglingar hafi verið að verki í flest skiptin að mati framkvæmdastjóra umhverfissviðs sveitarfélagsins.

Þetta kemur fram í tveimur færslum framkvæmdastjórans í Facebookhóp íbúa Reykjanesbæjar, en þar segir hann meðal annars að eitt að því leiðinlegra sem hann geri í starfi sé að taka við tilkynningum þar sem skemmdir hafa verið unnar á eigum bæjarins. Þá segir hann að foreldrar þurfi virkilega að kenna börnum og unglingum að lagfæringar á skemmdum á eigum bæjarins komi úr vösum foreldra.

Mynd: Skjáskot / Facebook