Nýjast á Local Suðurnes

Vinna við uppsetningu á hjólabrettavelli hafin í Sandgerði

Stefnt að því að langþráð hjólabrettaaðstaða í Sandgerði verði klár í þessum mánuði, en fyrsta skóflustungan var tekin í gærmorgun.

Þess má geta að hjólabrettaaðstaðan og hoppudýnan voru mál sem Ungmennaráð Sandgerðisbæjar kom á dagskrá og lagði áherslu á við bæjarstjórn að ósk barnanna í Sandgerði, segir á vef sveitarfélagsins. Þá segir ennfremur að Ungmennaráð sé hvergi nærri hætt og er í fullum undirbúningi Hverfisleikar sem Ungmennaráð mun standa fyrir á Sandgerðisdögum. Hverfaleikarnir er skemmtilegt mót milli hverfa, fyrir alla fjölskylduna.