Nýjast á Local Suðurnes

Risi í veitingasölu á flugvöllum opnar stað á KEF

SSP, alþjóðlegt fyr­ir­tæk­i, sem sér­hæf­ir sig í rekstri veit­ingastaða á flug­völl­um hefur opnað veitingastaðinn Elda á Keflavíkurflugvelli. Á meðal þess sem verður í boði á Elda er trufflu ham­borg­ari, fisk­ur og fransk­ar, kjötsúpa og bleikju­sal­at, svo dæmi séu tek­in, auk léttari matar á morgnanna.

Í tilkynningu á vef Isa­via segir að lögð verði áhersla á gæði og gott hrá­efni á staðnum. Mat­ur­inn verður fersk­ur og fjöl­breyttir kost­ir verða í boði fyr­ir alla ald­urs­hópa. Þá kemur fram að Ísey skyr­bar verði inni á staðnum sem verður alltaf op­inn með fersk­ar skál­ar. Og fyr­ir þau sem eru á hraðferð verður ávallt gott úr­val til­bú­inna rétta til að grípa með sér.

Mik­il spenna og eft­ir­vænt­ing er fyr­ir staðnum, samkvæmt tilkynningunni.

 „Við erum virki­lega stolt af matn­um á Elda sem er gerður úr gæðahrá­efni. Þetta eru mikið til klass­ísk­ir rétt­ir en með ís­lensku hrá­efni. Svo leggj­um við auðvitað mikið upp úr því að koma til móts við fjöl­breytta hópa, við verðum til dæm­is með frá­bæra hraðþjón­ustu fyr­ir þau sem ligg­ur á. Þá verðum við með flotta græn­met­is- og veg­an­rétti og virki­lega metnaðarfull­an barna­mat­seðil. Við hlökk­um mjög til að kynna Elda fyr­ir flug­vall­ar­gest­um“, seg­ir Jón Hauk­ur Bald­vins­son, rekstr­ar­stjóri SSP á Íslandi í frétt Isa­via.

SSP á og rek­ur yfir 2.500 staði víða um heim, segir jafnframt.