Nýjast á Local Suðurnes

Kynntu sér greiningarvinnu vegna sameiningar Kölku og Sorpu

Eigendafundur Kölku var haldinn í gær, en á fundinum var eigendum félagsins, sem eru öll sveitarfélögin á Suðurnesjum kynnt greiningarvinna Capasent vegna fyrirhugaðrar sameiningar við Sorpu. Á fundinn mætti einnig framkvæmdastjóri Sorpu og kynnti sjónarmið sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu.

Fulltrúi Umhverfisstofnunar fjallaði um málið frá sjónarhóli stofnunarinnar sem veitir starfsemi sorpeyðingarstöðva starfsleyfi.

Fulltrúar sveitarfélagana fimm og stjórn Kölku munu áfram fjalla um málið og ákvarða næstu skref.