Nýjast á Local Suðurnes

Jónas Guðni sér um styrktar- og samningsmál Keflavíkur

Knattspyrnudeild Keflavíkur hefur ráðið Jónas Guðna Sævarsson sem sölu- og markaðsstjóra deildarinnar og mun hann sjá um öll styrktar og samningsmál við alla styrktaraðila deildarinnar.

Í tilkynniningu kemur fram að Knattspyrnudeildin fagni því að fá Jónas til liðs við sig í þessum málaflokki, en hann er einnig í leikmannahópi liðsins og hefur verið undanfarin ár. Knattspyrnudeild Keflavíkur væntir mikils af Jónasi Guðna í þessu nýja starfi.