Nýjast á Local Suðurnes

Mikill fjöldi fólks leitar að Tinnu – Notast við dróna og hitamyndavél

Tíkin Tinna, sem týndist síðdegis á gamlársdag er enn ófund­in og hafa eigendurnir Andrea Björnsdóttir og Ágúst Ævar Guðbjörns­son, leitað dag sem nótt að Tinnu frá því að hún týndist. Tinna, sem er veru­lega hrædd við flug­elda, var í pöss­un í Reykja­nes­bæ þegar hún hvarf og því fjarri sín­um heima­slóðum, Vogum á Vatnsleysuströnd.

„Ég setti inn færslu á Face­book og spurði hvort ein­hver í Reykja­nes­bæ gæti aðstoðað okk­ur við að leita og þá tók við al­veg ótrú­leg at­b­urðarás,“ seg­ir Andrea. Face­book-hóp­ur­inn Hunda­sam­fé­lagið byrjaði að skipu­leggja leit og fólk var fljót­lega farið að skipu­leggja leit­ar­hópa þar sem það skipti með sér svæðum.“ Segir Andrea við mbl.is

Stofnuð hef­ur verið sér­stök Face­book síða um leit­ina að Tinnu, sem er þegar kom­in með hátt í 2.000 fé­laga. Í umræðum á síðunni kemur fram að nokkr­ir dróna­eig­end­ur hafi boðist til að nota dróna sína við leit­ina, auk þess sem leitað verður með hitamyndavél í kvöld. Þá hefur fjöldi fólks boðist til að skipta með sér leitarsvæðum.

Tinna er blend­ing­ur af dvergschnauzer og míní púðlu og er ljúf­ur hund­ur og ein­stak­ur karakt­er að sögn Andr­eu, sem hefur heitið þeim sem finnur Tinnu 200.000 krónum í fundarlaun.