Nýjast á Local Suðurnes

Russell getur spreðað – Þökk sé heiðvirðum Suðurnesjamanni

Myndin tengist fréttinni ekki beint

Kanadískur ferðamaður sem varð fyrir því óláni að tapa veski sínu sem innihélt öll kort og töluvert af reiðufé var heldur betur sáttur þegar hann yfirgaf lögreglustöðina í Keflavík í morgun, en heiðvirður bæjarbúi sem fundið hafði veskið kom því í öruggar hendur lögreglunnar – Sem svo aftur kom því í hendur ferðalangsins, sem nú getur að eigin sögn farið að eyða peningum.

Þetta er hann Russell John Stevens, ferðamaður frá Kanada, og sá var sáttur er hann yfirgaf lögreglustöðina nú rétt í þessu. Málum var þannig háttað að hann kom hingað til að athuga hvort að veskið sitt væri hér, en hann hafði týnt því ásamt öllum kortum og talsverðu af reiðufé. Heiðvirður borgari sem fann veskið hans hafði komið með það á lögreglustöðina og skilað því inn með öllu sem í því átti að vera. Við sendum honum svo skilaboð á Facebook með þessum árangri. Nú getur hann loksins farið að eyða peningum eins og hann sagði.
Svona rúllum við inn í helgina. Segir á Fésbókarsíðu lögreglunnar.

ferdam pen logr