Bláa lónið hagnaðist um 2,6 milljarða – Greiða tæplega 1,5 milljarð í arð

Rekstur Bláa lónsins gekk vel á síðasta ári, en hagnaður fyrirtækisins eftir skatta nam um 2,6 milljörðum íslenskra króna. Á aðalfundi fyrirtækisins sem haldinn var í dag var samþykkt að greiða hluthöfum arðgreiðslu sem nemur 1,45 milljörðum króna.
Um 600 manns starfa hjá Bláa Lóninu og ljóst er að þeim mun fjölga umtalsvert við þegar nýtt upplifunarsvæði og hótel opna síðar á árinu.