Nýjast á Local Suðurnes

Bláa lónið hagnaðist um 2,6 milljarða – Greiða tæplega 1,5 milljarð í arð

Rekstur Bláa lónsins gekk vel á síðasta ári, en hagnaður fyrirtækisins eft­ir skatta nam um 2,6 millj­örðum ís­lenskra króna. Á aðal­fundi fyrirtækisins sem hald­inn var í dag var samþykkt að greiða hlut­höf­um arðgreiðslu sem nem­ur 1,45 millj­örðum króna.

Um 600 manns starfa hjá Bláa Lón­inu og ljóst er að þeim mun fjölga um­tals­vert við þegar nýtt upp­lif­un­ar­svæði og hót­el opna síðar á árinu.