Gult og appelsínugult í kortunum

Gul veðurviðvörun tekur gildi fyrir Faxaflóa og Suðurland frá klukkan 18 á morgun og gildir til klukkan 1 aðfararnótt sunnudags.
Spá veðurstofu gerir ráð fyrir Austan og norðaustan 20-25 m/s með snörpum vindhviðum við fjöll. Einnig má búast við snjókomu og skafrenningi með lélegu skyggni og varasömum akstursskilyrðum.
Þá segir í athugasemd veðurfræðings að Norðlæg átt 8-13 m/s og dálítil él og skafrenningur sé á gosstöðvunum eftir hádegi í dag en snýst í hæga austanátt og léttir til í kvöld og kólnar talsvert. Gosmengun frá eldstöðvunum berst því til suðurs í dag, en til vesturs í kvöld.