Nýjast á Local Suðurnes

Gult og appelsínugult í kortunum

Gul veðurviðvör­un tek­ur gildi fyrir Faxaflóa og Suðurland frá klukk­an 18 á morg­un og gild­ir til klukk­an 1 aðfar­arnótt sunnu­dags.

Spá veðurstofu gerir ráð fyrir Aust­an og norðaust­an 20-25 m/​s með snörp­um vind­hviðum við fjöll. Einnig má bú­ast við snjó­komu og skafrenn­ingi með lé­legu skyggni og vara­söm­um akst­urs­skil­yrðum.

Þá segir í athugasemd veðurfræðings að Norðlæg átt 8-13 m/s og dálítil él og skafrenningur sé á gosstöðvunum eftir hádegi í dag en snýst í hæga austanátt og léttir til í kvöld og kólnar talsvert. Gosmengun frá eldstöðvunum berst því til suðurs í dag, en til vesturs í kvöld.