Stór skjálfti átti upptök mjög nærri Grindavík
Snarpur skjálfti mældist við Keili um klukkan hálf fimm í dag. Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofunni var hann yfir 4,3 að stærð.
Annar skjálfti, 3,7 að stærð, reið yfir um klukkan korter yfir tólf í dag og var hann innan við kílómetra frá Grindavík að sögn sérfræðings hjá Veðurstofu í samtali við Vísi.is. Í fréttinni kemur fram að íbúar í Grindavík hafi fundið vel fyrir þeim skjálfta.